Torrent ólöglegt?

Ef að torrent er ólöglegt fyrir miðla torrent skrám.

  • Er þá Síminn ólöglegur vegna þess að glæpamenn skipulögðu rán í gegnum símkerfi þeirra?
  • Er þá Microsoft að brjóta lög vegna þess að barnaperri tældi barn í gegnum MSN.
  • Er þá B2.is að brjóta lögin vegna þess að einhver sendi hlekk þangað inn sem vísar á lagatexta Páls Óskars?
  • Er þá mbl.is að stuðla að meiðyrðum ef einhver bloggari notar bloggið til að úthúða Jóni Jónsyni.

mbl.is Eigandi Torrent yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það væri flott að fá smá rök, svo ég skilji þig betur

sf 19.11.2007 kl. 14:42

2 identicon

tæknin sem slík er ekki ólögleg en það að dreifa efni sem er bundið höfundarrétti án leyfis rétthafa er ólöglegt sbr. að dreifa lögum Páls Óskars eða næturvaktinni.

ef torrent.is hefur leyfi fyrir að miðla þessum skrám frá rétthafa er þetta ekkert mál en ég leyfi mér að efast um að svo sé.

Gaui 19.11.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Bjartmar Egill Harðarson

Það er nú samt verið að handtaka eiganda Istorrent. Pointið hjá mér er það að engum dettur í hug að reyna lögsækja símafyrirtæki þegar það liggur fyrir að rán var skipulagt í gegnum síma.

Síminn býður uppá samtöl.
Istorrent býður uppá skráarflutninga.

Ekki býst einhver við því að símafyrirtæki fylgist með öllu sem fer í gegnum kerfi þeirra. Hvort sem það er löglegt eða ekki.

Bjartmar Egill Harðarson, 19.11.2007 kl. 14:57

4 identicon

þetta er bara bull og ofbeldi gegn manninum...
td sé ég ekkert ólöglegt við þetta
"Þannig óskaði Páll Óskar Hjálmtýsson eftir því að plata hans yrði ekki lengur aðgengileg í gegnum Torrent.is, en torrent-skrá sem vísaði á hana hafði þá verið aðgengileg í gegnum vefsetrið í einhvern tíma."

eehh já...

Axel Már Arnarsson 19.11.2007 kl. 15:30

5 Smámynd: Einar Jón

Er þá Síminn ólöglegur vegna þess að glæpamenn skipulögðu rán í gegnum símkerfi þeirra?
o.s.frv.

Þessi dæmi eru engan veginn sambærileg við torrent.is. Væri ekki eðlilegra að líkja þessu við að halda úti netsíðu með kontaktupplýsingum fyrir landasala og dópsala eða símalínu sem gefur manni samband við málaliða og leigumorðingja? 

Einar Jón, 20.11.2007 kl. 20:15

6 Smámynd: Bjartmar Egill Harðarson

Ef að ég kem mér inn í klúbb sem hefur aðgang að ljósritunarvél. Ljósritunarvélin var gefin af af Pennanum og penninn sér um viðhald á henni. Penninn tekur við frjálsum framlögum til að halda vélinni uppi. Við félagarnir notum þessa ljósritunarvél til þess að ljósrita bækur og dreyfum okkar á milli.

Höfundur bókarinnar kemst að þessu og vill höfða mál.
Á að lögsækja Pennann eða þann sem dreyfir bókinni?

Bjartmar Egill Harðarson, 21.11.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband